Back to Insights
News
April 18, 2024

Snerpa Power in Morgunblaðið

Eyrún Linnet
CTO & Co-Founder

This interview with the two founders of Snerpa Power, Íris Baldursdóttir and Eyrún Linnet, was published in Morgunblaðið, the Icelandi daily newspaper, on April 18th . (in Icelandic only).

Snjallar lausnir fyrir raforkunotendur í framtíðar orkukerfi

Snerpa Power er tækni- og nýsköpunarfélag á sviði raforkumarkaðar. Þær Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri og Eyrún Linnet tæknistjóri Snerpu Power segja til mikils að vinna að sjálfvirknivæða ferla á raforkumarkaði.  

„Fyrirtækið Snerpa Power hefur þróað nýja hugbúnaðarlausn fyrir íslenskan raforkumarkað sem gerir stórnotendum rafmagns kleift að nýta lifandi gagnastrauma að fullu og lækka raforkukostnað sinn. Hugbúnaðurinn gerir iðnnotendum kleift að sjálfvirknivæða ferla og taka skammtímaákvarðanatöku sem tengist raforkunotkun og uppfylla skyldur um t.d. skil á áætlunum og pöntunum rafmagns. Jafnframt opnast ný tækifæri fyrir notandann með notkun hugbúnaðarins, eins og t.d. að selja raforku aftur upp á net í formi reglunarafls. Með því verður notandinn eins konar sýndarvirkjun í raforkukerfinu, fær nýjar tekjur til lækkunar á raforkukostnaði og stuðlar að bættri nýtni raforkukerfisins í heild sinni. Þannig verður grænn iðnaður hluti af lausninni á orkuskiptum. Það er því til margs að vinna. Við tölum um að virkja notendur í kolefnishlutlausu orkukerfi, en það er lykillinn að því að auka nýtni þeirra innviða og auðlinda sem fyrir eru,“ segja þær.    

Mikilvægt að bæta samkeppnishæfni

Snerpa Power er að bjóða alveg nýja lausn sem gerir iðnaðinum kleift að skapa svo kallaðar sýndarvirkjanir sem hjálpa til við að auka nýtni kerfisins og hraða orkuskiptum en einnig að bæta samkeppnishæfni.    

Íris starfaði lengst af hjá Landsneti, sem á og rekur flutningskerfi raforku á Íslandi, en þar bar hún meðal annars ábyrgð á kerfisstjórninni, þ.e. Stjórnstöð Landsnets og öllum upplýsingatækni og orkustjórnkerfum fyrirtækisins. Hún vann einnig í nokkur ár fyrir samtök flutningsfyrirtækja í Evrópu sem staðsett eru í Brussel en aðildarfélög þeirra flytja rafmagn inn á markað sem er meira en 130-faldur íslenska markaðnum.  

„Í þessum störfum tók ég m.a. virkan þátt í að móta umhverfi raforkumála með breytingum á regluverki m.a. raforkumarkaða til að gera það betur í stakk búið undir orkuskiptin. Á þessum tíma var sem dæmi opnað fyrir þátttöku raforkunotenda á ákveðnu mörkuðum til að tryggja jafnvægi í kerfisrekstrinum bæði hér á landi og í Evrópu. Í gegnum þessa vinnu sá ég hins vegar að það er ekki nægjanlegt að breyta regluverkinu, heldur þurfa nýjar lausnir, tæki og tól að fylgja með og þær þarf að sérsníða fyrir hina ýmsu þátttakendur á markaði, þar á meðal fyrir iðnaðinn. Þannig má segja að hugmyndin að Snerpu Power verði til,“ segir Íris.    

Eyrún þekkti Írisi vel frá því þær unnu saman hjá Landsneti en hún starfaði í rúman áratung hjá Rio Tinto á Íslandi, álverinu í Straumsvík, lengst af sem ábyrgðarmaður rafveitu og þekkti því þaðan hvaða áskorunum stórnotendur rafmagns standa frammi fyrir.  

„Almennt má segja að iðnfyrirtæki standi frammi fyrir töluverðri tækniskuld tengd raforkukaupum og áætlanagerð um raforkunotkun. Það er til mikils að vinna að sjálfvirknivæða handvirka ferla en fyrirtækjunum vantar ný tól til að geta tekið þátt í að jafna frávik á markaði. Þá þarf aukna sjálfvirkni í það verkefni til að hámarka ávinninginn og lágmarka áhættur sem því gætu fylgt,“ segir Eyrún.  

Þjónusta ál- og gagnverin

Lausnin sem þær bjóða á Íslandi er sérstaklega hönnuð fyrir stórnotendur rafmagns, þ.e. iðnfyrirtæki sem yfirleitt tengjast flutningskerfi Landsnets beint, þó notendur að hugbúnaðinum tengist einnig dreifiveitu í einhverjum tilfellum.  

„Í dag eru það fyrst og fremst álver og gagnaver sem nýta hugbúnaðinn en hann hentar öllum tegundum iðnaðar á Íslandi og í vetur hefur orðið fjölgun í notendahópnum.  

Lausnin samanstendur af fjórum undir-módúlum og notandinn getur valið að nota þá alla frá fyrsta degi, eða byrja á einum þeirra. Þetta fer eftir því hvað hentar hverjum og einum, fer m.a. eftir tegund raforkusamninga og hlutverki félags á raforkumarkaði, skyldum og svigrúmi til að eiga viðskipti með raforku,“ segja þær.  

Aðlögunarhæfni fyrirtækja mikilvæg í umhverfi sem er að taka hröðum breytingum

Það er mikill meðbyr með upplýsingatæknifyrirtækjum í landinu í dag og verið að hvetja fyrirtæki til að færa lausnir inn í hefðbundnari geira, hvernig upplifið þið þetta?  

„Við höfum vissulega orðið varar við þetta og hér reynir líka á að stórfyrirtæki séu aðlögunarhæf. Þar eð tilbúin að innleiða nýjar lausnir og séu reiðubúin að fara í samstarf með yngri nýsköpunarfélögum. Að stökkva á vagninn svo að segja. Þetta eru ekki breytingar sem gerast á einni nóttu, en þær byrja með því að fyrirtæki koma í samstarf með okkur til að sjá hvernig gögnin geta unnið fyrir þau í stað þess að verða að  frumskógi gagna sem tefur og flækir starfsemina. Okkur hefur verið mjög vel tekið hér á Íslandi af þeim sem við köllum okkar „kjörviðskiptavinir” en sjáum jafnframt að það er margt í umhverfinu sem á eftir að breytast á næstu árum. Víða þurfa að koma til nýjar og stafrænar lausnir til að auka aðgengi að gögnum. Raforkugeirinn á enn þá þó nokkuð í land. Ef við berum hann t.d. saman við fjármálageirann þar sem við erum vön stafrænum lausnum og viðskiptum, þá sjáum við svart á hvítu að hér á eftir að fylla upp í mörg göt,“ segja þær.    

Sjáið þið fyrir ykkur að þjónustu aðallega íslensk fyrirtæki eða ætlið þið með viðskiptalausnina á erlenda markaði?  

„Þetta er mjög góð spurning og þrátt fyrir að íslenska raforkukerfið sé ekki tengt öðrum kerfum í t.d. Evrópu, þá eru raforkumarkaðir um allan heim skipulagðir á svipaðan hátt hvert sem litið er. Áskoranirnar, sem koma fyrst og fremst til vegna metnaðarfullra markmiða í loftslagsmálum og hratt vaxandi raforkunotkunar, eru einnig þær sömu á alþjóðavísu. Þess vegna erum við í ár að vinna að aðlögun hugbúnaðarins fyrir erlenda markaði og horfum þá fyrst og fremst til Evrópu. Við erum til dæmis í samstarfi við gagnaversfélagið atNorth, að undirbúa tengingu þeirra gagnavera í Skandínavíu, og stefnum að því að fyrir lok þessa árs verði þau með fulla yfirsýn yfir alla sína raforkunotkun í gegnum hugbúnað Snerpa Power, hvort sem er á Íslandi eða erlendis.  

Sem liður í því að sækja á Evrópumarkað höfum við einnig leitað samstarfs á sviði nýsköpunar- og rannsókna í orkugeiranum í Skandínavíu. Á dögunum fengum við þær fréttir að Snerpa Power verður stofnaðili að nýju rannsóknarsetri í Noregi, SecurEL, ásamt öðrum tæknifyrirtækjum eins og ABB, Siemens, Hitachi, svo einhver séu nefnd, auk virtra rannsóknarstofnana og veitufyrirtækja. SecurEL fékk á dögunum styrk frá norska rannsóknarráðinu (Norges Forskningsråd) til næstu 7 ára og markmiðið er að gera raforkukerfið betur í stakk búið til að styðja við kolefnishlutlaust samfélag. Þetta er staðfesting á því að lausn Snerpa power á heimleið inn á fleiri markaði. Við fundum í samtölum við bæði iðnfyrirtæki, rannsóknarstofnanir og raforkudreifikerfin í Noregi í vetur fyrir miklum áhuga á því sem við erum að þróa og hlökkum til þessa samstarfs,“ segja þær.  

Vilja greiða leiðina fyrir orkuskiptum

Sá gríðarlegi vöxtur sem þær sjá fram á í raforkunotkun á næstu árum er ekki séríslenskt fyrirbæri og vilja þær gjarnan greiða veginn fyrir orkuskiptum á heimsvísu og gera raforkunotendur snjallari og betur í stakk búna til þess að fylgja þeim miklu breytingum sem eru að verða í raforkukerfum heimsins.  

„Það er mikilvægt að iðnaður sem leggur áherslu á sjálfbærni og ábyrga notkun endurnýjanlegra orkugjafa verði einnig samkeppnishæfur til framtíðar. Við lítum á það sem okkar verkefni að hjálpa grænum iðnaði að raungera það og standa framar öðrum í kolefnishlutlausu orkukerfi.“  

Það er til mikils að vinna að sjálfvirknivæða handvirka ferla en fyrirtækjunum vantar ný tól til að geta tekið þátt í að jafna frávik á markaði. Þá þarf aukna sjálfvirkni í það verkefni til að hámarka ávinninginn og lágmarka áhættur sem því gætu fylgt

Eyrún Linnet
CTO & Co-Founder
Eyrún Linnet
CTO & Co-Founder

Recommended related reads...

News
April 18, 2024

Snerpa Power in Morgunblaðið

This interview with the two founders of Snerpa Power, Íris Baldursdóttir and Eyrún Linnet, was published in Morgunblaðið, the Icelandi daily newspaper, on April 18th . (in Icelandic only).
Explore
Videos
January 31, 2024

Celebrating SnerpaPowers 2 Year Anniversary

How time flies! On January 31st we celebrated our 2 year anniversary. It was the perfect opportunity to invite customers...
Explore
Videos
December 14, 2023

Presentation at Autumn meeting Technical Development Fund about our participation in the Dafna program

Presentation at Autumn meeting Technical Development Fund about our participation in the Dafna program
Explore
Backed by